Austfjarðaprestakall
Austfjarðarprestakall nær frá Brekkusókn í Mjóafirði í austri til Hofssóknar í Álftafirði í suðri, með 5500 íbúa (skv. Þjóðskrá 4.maí 2018). Vegna bættra samgangna og sameiningu sveitafélaga er þetta að stórum hluta eitt atvinnusvæði.
Austfjarðaprestakall varð til við sameiningu Norðfjarðarprestakalls, Eskifjarðarprestakalls, Fáskrúðsfjarðarprestakalls, Heydalaprestakalls og Djúpavogsprestakalls, sem samþykkt var á kirkjuþingi í mars árið 2019. Þann 1. apríl urðu Fáskrúðssfjarðarprestakall og Eskifjarðarprestakall hluti af prestakallinu, Norðfjarðarprestakall bættist við 1. ágúst og lokum bættust Heydala- og Djúpavogsprestakall við þann 1. nóvember 2019.
Í Austfjarðarprestakalli eru 11 sóknir, allar með sóknarkirkju og sóknarnefnd: Brekkusókn, Norðfjarðarsókn,Eskifjarðarsókn, Reyðarfjarðarsókn, Fáskrúðsfjarðarsókn, Stöðvafjarðarsókn, Heydalasókn, Djúpavogssókn, Berufjarðarsókn, Berunessókn og Hofssókn. Að auki eru í prestakallinu Kolfreyjustaðarkirkja og Papeyjarkirkja í Papey. Búsetuskylda er á Fáskrúðsfirði, Djúpavogi og í Heydölum.
Fimm prestar þjóna prestakallinu. Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur. En auk hennar þjóna sr. Erla Björk Jónsdóttir, prestur, sr. Benjamín Hrafn Böðvarssson, prestur, sr. Dagur Fannar Magnússon, prestur og Alfreð Örn Finnsson, prestur. Allir prestarnir fimm þjóna öllu prestakallinu og sinna öllum sóknarbörnum um prestsþjónustu. Margir nýta sér viðtalstíma prestanna til stuðnings og sálgæslu. Er sú þjónusta ávallt veitt að kostnaðarlausu.
Upplýsingar um helgihald má finna á Facebook síðu prestakallsins.