1.gr.

Félagið heitir Æskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi, skammstafað Æ.S.K.A.

2. gr.

Heimili félagsins og varnarþing er á Egilsstöðum

3. gr.

Æ.S.K.A. eru frjáls félagasamtök og starfa á Austurlandi undir merkjum Þjóðkirkju íslands. Markmið sambandsins eru að:

  • Efla æskulýðsstarf fyrir fólk á aldrinum 6-30 ára á Austurlandi undir merkjum Þjóðkirkjunnar.
  • Vera vettvangur starfsfólks og sjálfboðaliða í barna-og unglingastarfi og samfélag auk þess að stuðla að fræðslu.
  • Standa að sameiginlegum verkefnum safnaða, auka samstarf og veita aðildarfélögum ráðgjöf um uppbyggingu og framkvæmd æskulýðsstarfs.
  • Vera málsvari fyrir ungt fólk og kristilegt æskulýðsstarf innan starfssvæðis og utan, bæði á innlendum vettvangi og í erlendum samskiptum.

4. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að skipuleggja kristilegt æskulýðsstarf, standa fyrir æskulýðsmótum, námskeiðum og ferðum og efla samstarf aðildarfélaga um slíkt starf.

5. gr.

Aðildarfélög. Aðild að sambandinu eiga æskulýðsfélög sókna á Austurlandi sem og áhugahópar og starfshópar um æskulýðsstarf á Austurlandi, sem það kjósa. Umsóknir um aðild þurfa samþykki stjórnar. Umsóknir um inngöngu í félagið skulu vera skriflegar.

6. gr.

Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

7. gr.

Aðalfundur er æðsta vald í málefnum Æ.S.K.A. Aðalfund skal halda eigi síðar en 1.maíár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað.

Á dagskrá aðalfundar skulu að minnsta kosti vera eftirfarandi dagskrárliðir. Kosning fundarstjóra og fundarritara, Skýrsla stjórnar lögð fram, Reikningar lagðir fram til samþykktar, Lagabreytingar, Ákvörðun félagsgjalds, Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga og Önnur mál.

Í öllum málum sem þarfnast atkvæðagreiðslu ræður einfaldur meirihluti. Kjörgengi og rétt til að fara með atkvæðisrétt aðildarfélags hafa allir virkir þátttakendur í starfi aðildarfélaga. Atkvæðisrétt hafa aðildarfélög, hvert þeirra hefur tvö atkvæði. Virkur þátttakandi telst hver sá sem er á fjórtánda aldursári eða eldri og tekur þátt í starfi eins af aðildarfélögum Æ.S.K.A. Málfrelsi og tillögurétt hafa allir þeir sem aðalfund sækja.

8.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum, formanni ritara, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Einnig skulu kosnir 2 varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

9.gr.

Félagið mun fjármagna starfsemi sína með styrkjum og söfnunum.

10. gr.

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins.

11. gr.

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Austurlandsprófastdæmis. Verði stofnuð önnur samtök með sambærilegan tilgang skulu eignirnar renna til þeirra samtaka.

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi 05.10.2013