Veislusalur

Húsnæði Kirkjumiðstöðvar Austurlands Eiðum er leigt út fyrir ýmis tilefni, svo sem fermingar-, brúðkaups- eða afmælisveislur (utan starfstíma sumarbúðanna eða annarrar kirkjulegrar starfsemi í húsinu).

Allt að 120 manns geta setið til borðs í veislum í sal Kirkjumiðstöðvarinnar. Borðbúnaður, dúkar og öll aðstaða er fyrir hendi á staðnum.

Svefnaðstaða

Mögulegt er að leigja svefnaðstöðu í húsinu (t.d. í kringum veislur) og er þá í boði svefnpláss fyrir allt að 44 í einu.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Berglind Hönnudóttir, umsjónarmaður KMA í síma 773-3373 eða í netfang; berglind.honnudottir@kirkjan.is