Æskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi eða ÆSKA eru frjáls félagasamtök og starfa á Austurlandi undir merkjum Þjóðkirkju íslands. Markmið sambandsins eru að:

 • Efla æskulýðsstarf fyrir fólk á aldrinum 6-30 ára á Austurlandi undir merkjum Þjóðkirkjunnar.
 • Vera vettvangur starfsfólks og sjálfboðaliða í barna-og unglingastarfi og samfélag auk þess að stuðla að fræðslu.
 • Standa að sameiginlegum verkefnum safnaða, auka samstarf og veita aðildarfélögum ráðgjöf um uppbyggingu og framkvæmd æskulýðsstarfs.
 • Vera málsvari fyrir ungt fólk og kristilegt æskulýðsstarf innan starfssvæðis og utan, bæði á innlendum vettvangi og í erlendum samskiptum.

Stjórn ÆSKA 2022-2023

 • Formaður: Ásmundur Máni Þorsteinsson, Egilsstöðum
 • Varaformaður og ritari: Þuríður B. Árnadóttir Wiium, Vopnafirði
 • Gjaldkeri: Dagbjört Lilja Björnsdóttir, Egilsstöðum
 • Meðstjórnandi: Hólmfríður Ósk Þórisdóttir, Egilsstöðum
 • Meðstjórnandi: Benjamín Hrafn Böðvarsson, Reyðarfirði
 • Varamaður: Unnar Aðalsteinsson, Egilsstöðum
 • Varamaður: Alfreð Örn Finnsson, Djúpavogi