Sumarbúðirnar á Eiðum
Sumarbúðir kirkjunnar á Eiðum eiga sér langa sögu. Aðdráttarafl svæðisins er mikið og við vatnið er sannkölluð ævintýraveröld sem þar sem fjöldi barna og unglinga unir sér við leik og starf á hverju sumri. Margir hafa bundist vináttuböndum við Eiðavatn og eignast góðar minningar þaðan, enda vilja flestir koma aftur ár eftir ár.



Barna- og unglingaflokkar
Í sumarbúðunum er boðið upp á ógleymanlega dvöl fyrir krakka fædda 2007 – 2014. Flokkar fyrir 7 – 10 ára börn og 8 – 12 ára börn. Dagskrá hvers flokks er miðuð við þroska og getu barnanna. Ævintýraflokkurinn er á sínum stað fyrir 12 – 14 ára unglinga sem vilja upplifa öðruvísi og spennandi sumarbúðaævintýri.
Í sumar verður einnig boðið upp á listaflokk fyrir 8-12 ára.
Mikið af alls konar skemmtilegri og þroskandi afþreyingu í boði:
- Fáránleikar
- Frjálsar íþróttir
- Föndur
- Kvöldvökur
- Kirkja
- Siglingar á vatninu
Flokkatafla 2022
Flokkur | Dags | Aldur | Fæðingarár | Verð | Verð ef greitt er f. 10. apríl | |
---|---|---|---|---|---|---|
1. fl | 7.-10. júní | 7 – 10 ára | 2012 – 2015 | 40.000 kr | ATH – 4 daga flokkur | 36.000 kr |
2. fl | 13. – 17. júní | 8 – 12 ára | 2010- 2014 | 49.000 kr | Fullt – hægt að skrá á biðlista | 45.000 kr |
3. fl | 20. – 24. júní | 8 – 12 ára | 2010 – 2014 | 49.000 kr | Listaflokkur | 45.ooo kr |
4. fl | 27. júní – 1. júlí | 12 – 14 ára | 2008-2010 | 49.000 | Ævintýraflokkur | 45.000 kr |
Systkinaafsláttur: 10%
Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina eigi síðar en 10 dögum áður en flokkur hefst. Greiðsluseðill er settur inn á heimabanka greiðenda. Þar koma fram upplýsingar um gjalddaga og eindaga.
Viltu styrkja sumarbúðirnar?
Styrktarreikningur sumarbúðanna er:
0166-05-061616 – kt. 441185-0659
Markmið sumarbúðanna við Eiðavatn er að bjóða börnum og unglingum ógleymanlega sumardvöl þar sem kristin lífsgildi eru höfð að leiðarljósi.
Í sumarbúðunum starfar öflugur hópur leiðtoga með reynslu og þjálfun í barna- og æskulýðsstarfi. Allir starfsmenn sækja námskeið í skyndihjálp, brunavörnum o.fl. Lögð er áhersla á öryggi við bátsferðir.
Sumarbúðirnar eru í fallegu umhverfi við Eiðavatn, u.þ.b. 18 km frá Egilsstöðum. Þjóðkirkjan hefur starfrækt sumarbúðir á Eiðum á hverju sumri frá 1968, þar af frá 1992 í byggingu Kirkjumiðstöðvar Austurlands. Kirkjumiðstöðin er sjálfseignarstofnun á vegum safnaðanna á Austurlandi.


