Farskóli leiðtogaefna er á vegum ÆSKA, æskulýðssambands kirkjunnar á Austurlandi.

Farskólinn er tveggja ára ára nám, þar sem kennt er í þremur helgarsamverum á hvoru ári.

Veturinn 2021-2022 verður A-hlutinn kenndur, en það skiptir ekki máli hvort A eða B hluti er tekinn á undan. Við ætlum að vera í samstarfi við ÆSKEY, æskulýðssamband kirkjunnar á Norðurlandi.

Meðfram náminu er ætlast til að þátttakendur séu sjálfboðaliðar barnastarfi í sínum kirkjum (sunnudagskóla eða TTT).
Fyrir hvern vetur fá þau viðurkenningarskjal og er hægt að vísa á leiðtoga í kirkjunni eða skólastjóra farskólans vegna meðmæla þegar sótt er um vinnu eða skóla. Þau sem klára og fá viðurkenningaskjalið geta fengið farskólann metinn til eininga í framhaldsskóla.

Kostnaður vegna farskólans er 30.000 kr fyrir veturinn, þátttakendur greiða sjálfir 3000 kr en kirkjan greiðir 8000 kr fyrir hvern nemanda og ÆSKA það sem eftir stendur. Ferðir eru ekki innifaldar í verðinu (það er aðeins misjafnt hvernig ferðafyrirkomulagið er, fyrsta samveran verður á Eiðum og þau þurfa þau að koma sér sjálf upp eftir).

Þátttakendur í farskólanum eru af öllu Austurlandi og verður fyrsta samvera vetrarins á Eiðum í nóvember 2021.

Dagsetning verður gefin út á allra næstu dögum.
Dagsetningar og staðsetning hinna helganna verða ákveðnar fyrstu helgina (önnur þeirra verður fyrir norðan). Það er mætingarskylda í Farskólanum, en það getur alltaf eitthvað komið upp á, en mæting má ekki fara undir 80% þessa tvo vetur (til að útskrifast).