Hér fyrir neðan eru upplýsingar um starfsmenn sumarbúðanna sumarið 2020.

Ásmundur Máni Þorsteinsson

Ég heiti Máni og 20 ára. Þetta er fyrsta formlega sumarbúðasumarið mitt (hef áður kíkt við og aðstoðað) en ég hef unnið í æskulýðsstarfi Egilsstaðakirkju frá 2015, farið með hópa á allskyns mót og í ýmis ævintýri. Í vetur sá ég einnig um útvistarnámskeið fyrir krakka og hjólanámskeið fyrir sama aldur nú í vor. Er því vel undirbúinn fyrir sumarbúðirnar og farinn að hlakka til!

Berglind Hönnudóttir

Ég er 25 ára guðfræðingur sem er að flytja austur í sumar. Ég hef unnið í kirkjunni í 13 ár og með mikla reynslu af sumarbúðastörfum.

Ég á tvö börn, einn mann og einn kött.

Bóas Kár Garski Ketilsson

Daginn! Ég heiti Bóas og er 18 ára, ég hef unnið í barnastarfi kirkjunnar síðan í 8.bekk. Nýverið hef ég verið við Akureyrarkirkju og þetta er mitt 3. eða 4. ár í sumarbúðnum, allavega sem starfsmaður.

Hólmfríður Ósk Þórisdóttir

Hæ. Ég heiti Hólmfríður Ósk og er 16 ára. Ég hef verið að vinna í barnastarfi í kirkjunni í 2 ár og þetta er annað sinn sem ég verð í sumarbúðum. Ég hlakka til að fá að koma aftur í sumarbúðir og hafa gaman.

Magnhildur Marín Erlingsdóttir

Ég heiti Magnhildur Marín og er 16 ára. Ég er búin að vera að vinna í kirkjustarfi nuna í 1 ár á Egilsstöðum og mun örugglega halda áfram að gera það. Ég hef verið einu sinni áður að vinna í sumarbúðunum á Eiðum og fannst það mjög gaman.

Sveinn Orri Helgason

Ég heiti Sveinn Orri og er 18 ára. Ég hef starfað í barnastarfi Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu og hef einnig verið í gæslu á Barnamóti í Kirkjulækjakoti í nokkur ár. Þetta er annað sumarið mitt í sumarbúðunum á Eiðum sem starfsmaður.

Unnar Aðalsteinsson

Ég heiti Unnar og verð 16 ára á árinu. Ég hef verið að vinna með börnum í að verða þrjú ár, sem aðstoðarþjálfari í frjálsum og líka í sumarfrístund eitt sumar en byrjaði í kirkjustarfi Egilsstaðakirkju um áramótin. Þetta er fyrsta skiptið sem ég vinn í sumarbúðum og hlakka mikið til.