Hafið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður.
Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður.
Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja.
Mt. 19. 4-6

Kirkjuleg hjónavígsla er helgiathöfn þar sem tveir einstaklingar, karl og kona, eða tveir karlar eða tvær konur, heita hvor öðrum ævitryggðum, að eiga, njóta og þiggja saman önn sem yndi lífsins, gleði og sorgir.

Hjónavígslan er tjáning gleði og fagnaðar, samstöðu, ábyrgðar og vonar á þessum vegamótum lífsins sem hjónin á. Söfnuðurinn umlykur hjónin fyrirbæn sinni ásamt kirkjunni allri og vill með Jesú Krist sem fyrirmynd sýna því samfélag hinnar gagnkvæmu þjónustu og þörf allra fyrir samfélag við Guð og náungann utan hrings fjölskyldunnar. Á heimasíðu Þjóðkirkjunnar má lesa meira um hjónavígslu.

Hjónaefni skulu framvísa vottorði um hjúskaparstöðu frá Þjóðskrá Íslands, ekki eldra en 30 daga gömlu frá vígsludegi. Sjá nánar hér um skilyrði til  hjúskapar.

Gjald fyrir hjónavígslu skv. gjaldskrá Innanríkisráðuneytis: 12.445 kr.