Sjómannadagsmessa
Á sjómannadaginn  4. júní er útimessa við smábátahöfnina fyrir neðan Löngubúð kl. 11.00. Nokkur lauflétt sjómannalög og hugleiðing. Kirkjukórinn leiðir söng og Kristján Ingimarsson organisti  kemur með gítarinn. prestur Arnaldur Bárðarson.
 
Vallaneskirkja

Sumarhátíð í Vallaneskirkju. Guðsþjónusta við allra hæfi kl. 11 sunnudaginn 4. júní. Sr. Kristín Þórunn þjónar og félagar úr kórum á Héraði syngja undir stjórn Sándors organista. Léttar veitingar og sumargleði eftir stundina. Öll velkomin!
Eiðakirkja
Fermingarmessa laugardaginn 3. júní kl. 14:00.
Prestur Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju syngur.
Bakkagerðiskirkja
Sjómannadagsmessa við Borgarfjarðarhöfn sunnudaginn 4. júní kl. 11:00.
Prestur Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur syngja.

Eskifjarðarkirkja

Sjómannadagurinn 4. júní:

Kl. 11:00 Hátíðarmessa í Eskifjarðarkirkju

Séra Benjamín Hrafn og séra Bryndís Böðvarsdóttir þjóna fyrir altari

Kór Eskifjarðarkirkju syngur undir stjórn Kaido Tani.

Andri Snær flytur harmonikkutóna.

Norðfjarðarkirkja

Sjómannadagurinn 4. júní:

14:00 Hátíðarmessa í Norðfjarðarkirkju, heiðrun sjómanna

Séra Benjamín Hrafn og séra Bryndís Böðvarsdóttir þjóna fyrir altari

Kór Norðfjarðarkirkju syngur undir stjórn Kaido Tani.

Andri Snær flytur harmonikkutóna.

Að messu lokinni verður blómsveigur lagður að minningarreit um óþekkta sjómanninn.

Seyðisfjarðarkirkja
Sjómannadagsmessa 4. júní kl 20
Útskrift úr leiðtogaskólanum. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir söng, organisti Rusa Petriashvili og prestur Sigríður Rún Teyggvadóttir.