Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar starf djákna í Austurlandsprófastsdæmi. Óskað er eftir að viðkomandi hefji störf sem fyrst, eigi síðar en þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Djákninn þjónar með prófasti, prestum og svæðisstjóra æskulýðsmála prófastsdæmisins undir stjórn prófasts. Starfið er annars vegar sameiginleg verkefni prófastsdæmisins og hins vegar sérstakar skyldur í Austfjarðaprestakalli.

Í Austurlandsprófastsdæmi eru 3 prestaköll. Hofsprestakall, Egilsstaðaprestakall og Austfjarðaprestakall. Kirkjumiðstöð Austurlands að Eiðum er í prófastsdæminu.

Vísað er til þarfagreiningar héraðsnefndar varðandi frekari upplýsingar um starfið. Þarfagreiningin er birt hér að neðan í framhaldi af auglýsingunni.

Umsækjendur geri skriflega grein fyrir persónulegum upplýsingum, menntun sinni, starfsferli, samskiptahæfileikum og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteini ásamt einkunnum svo og upplýsingar um starfsþjálfun. Einnig skal fylgja staðfesting á annarri menntun og þjálfun eftir atvikum.

Umsækjendum ber að skila greinargerð að hámarki 500 orð, um framtíðarsýn og væntingar er varða starfið.

Þá skulu umsækjendur fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að tilteknum upplýsingum úr sakaskrá um viðkomandi umsækjanda, sbr. 4. gr. starfsreglnanna. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Tengil á eyðublaðið er að finna hér.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi milli Fræðagarðs og Launanefndar Þjóðkirkjunnar.

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prófastur við ráðningarferli þetta, veitir nánari upplýsingar um umfang og eðli starfsins í síma 698 4958 eða á netfangið sigridur.run.tryggvadottir@kirkjan.is.

Og sóknarprestur Austfjarðaprestakalli sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, í síma 8971170 eða á  netfangið jona.kristin.thorvaldsdottir@kirkjan.is

Einnig er hægt að leita nánari upplýsinga, t.d. hvað varðar starfskjör og helstu reglur og skyldur varðandi starfið, hjá Þjóðkirkjunni – Biskupsstofu, s. 528 4000, eða á netfangið ragnhilduras@kirkjan.is.

Umsóknarfrestur um embættið er til miðnættis 15. febrúar 2023.

Sækja ber um embættið rafrænt á vef kirkjunnar og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008

Vakin er athygli á því að nöfn umsækjenda um embættið verða birt á vef kirkjunnar www.kirkjan.is

Viðfangsefni djákna í Austurlandsprófastsdæmi    

þarfagreining 

 • Í Austurlandsprófastsdæmi er lögð mikil áhersla á barna- og æskulýðsstarf. Og eru þar til að mynda einu sumarbúðirnar á landinu sem reknar eru af Þjóðkirkjunni. Verkefnin á prófastsdæmisvísu eru á sviði barna- og æskulýðsstarfs og eru unnin í samstarfi við prófast, svæðisstjóra æskulýðssmála, presta og stjórn ÆSKA.

 • Sumarbúðir KMA í Kirkjumiðstöð Austurlands (KMA), Aðstoð við undirbúning og framkvæmd í samstarfi við prófast, svæðisstjóra æskulýðsmála og stjórn KMA.
 • Heimasíða prófastsdæmisins – uppfærsla í samstarfi við presta prófastsdæmisins. Messutilkynningar til Austurgluggans.
 • Aðstoð við námskeið fyrir presta og annað starfsfólk í samstarfi við þjónustusvið biskupsstofu og prófast.
 • Leiðtogaskóli Þjóðkirkjunnar á Austurlandi – aðstoð við skipulag og framkvæmd í samstarfi við svæðisstjóra æskulýðsmála, ÆSKA og presta prófastsdæmisins.
 • Landsmót ÆSKÞ – undirbúningur og fararstjórn í samstarfi við ÆSKA og presta prófastdæmisins.
 • Umsjón með happdrætti ÆSKA – fjáröflun æskulýðsfélaga á leið á Landsmót í samstarfi við svæðisstjóra æskulýðsmála og presta prófastsdæmisins.
 • Fermingarbúðir – aðstoð við skipulag og framkvæmd í samstarfi við svæðisstjóra æskulýðsmála og presta prófastsdæmisins.
 • Spurningakeppni fermingarbarna – aðstoð við PA
 • Landshlutamót – á vorönn í samstarfi við svæðisstjóra æskulýðsmála, ÆSKA og ÆSKEY og presta prófastsdæmisins.
 • Mót tíu til tólf ára barna prófastsdæmisins á Eiðum – undirbúningur, skipulag og framkvæmd í samstarfi við svæðisstjóra æskulýðsmála, ÆSKA og presta prófastsdæmisins.

 • Í Austfjarðaprestakalli eru ellefu sóknir og nær prestakallið yfir stórt svæði, m.a. tvö sveitafélög, frá Hofssókn í Álftafirði að Brekkusókn í Mjóafirði. Íbúar eru 5724, þar af 3738 í þjóðkirkjunni. Fjórir prestar þjóna prestakallinu ásamt djáknanum. Starfsstöðvar eru í sjö þéttbýliskjörnum prestakallsins og kemur djákni að helgihaldi og safnaðarstarfi. Samstarfssamningur sem prestar og djákni gera á milli sín kveður nánar á um skiptingu verkefna.