Helgina 23.-24. apríl fóru fram í Austurlandsprófastsdæmi  upptökur á útvarpsmessum fyrir sumarið.

Upptökurnar fóru fram í Egilsstaðakirkju en það voru 7 kórar, fjórir organistar, fimm prestar og einn djákni sem stóðu vaktina þessa helgi og afraksturinn voru 6 messur sem sendar verða út nú í sumar.

Sú fyrsta fer í loftið þann 22. maí nk og er sú messa frá Egilsstaðasókn. Organisti er Torvald Gjerde og Kór Egilsstaðakirkju og barnakór Egilsstaðakirkju syngja. Sr. Þorgeir Arason þjónar ásamt fermingarbörnum og sóknarnefndarfólki.

Þann 29. maí er messa frá Ássókn í Fellum. Drífa Sigurðardóttir er organisti og Kór Áskirkju syngur. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir þjónar fyrir altari ásamt Dóru Sólrúnu Kristinsdóttur, djákna.

Þann 19. júní er messan frá Seyðisfjarðarsókn. Rusa Petriashvili leikur á orgelið og Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir þjónar ásamt lesurum.

Þann 3.júlí er það Djúpavogssókn sem flytur okkur guðsorðið. Sr. Alfreð Örn Finnsson þjónar og Kór Djúpavogskirkju undir stjórn Guðlaugar Hestsness, organista syngur.

17. júlí er það sr. Þuríður Björg Wiium ásamt Stephen Yates og kór Vopnafjarðarkirkju.
Síðastu sumarmessunni frá Austurlandi verður útvarpað þann 7. ágúst og það sameiginleg messa sókna á Héraði og Borgarfirði. Kórar Bakkagerðis-, Eiða-, Kirkjubæjar- Sleðbrjóts – og Valþjófsstaðarkirkna undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar organista syngja. Sr. Þorgeir Arason þjónar fyrir altari ásamt Dóru Sólrúnu Kristinsdóttur, djákna.

Fyrst stóð til að upptökur færu fram í apríl 2020 en það frestaðist vegna Covid. En nú í vor var loks hægt að fara í þetta  verkefni.

 

 

Helgina 23.-24. apríl fóru fram í Austurlandsprófastsdæmi  upptökur á útvarpsmessum fyrir sumarið.