Helgihald á Austurlandi um jól og áramót

Ekkert var messað í austfirskum kirkjum um síðustu jól vegna samkomutakmarkanna, aðeins teknar upp messur og sendar út á netinu. Takmarkanir eru nú töluvert rýmri og því gert ráð fyrir guðsþjónustum, en þó með fyrirvara ef reglur breytast.

 

19. desember

Djúpavogskirkja

Jólasunnudagaskóli kl. 11:00

 

Egilsstaðakirkja

Helgistund með altarisgöngu kl. 20:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti: Torvald Gjerde. Almennur söngur.

 

21. desember

Fellabær

Jólablót í Austurlandsgoðorði við vetrarsólstöður. Hefst kl. 18:00 við Ferjusteina hjá norðurenda Lagarfljótsbrúar. Allir velkomnir.

 

23. desember

Egilsstaðakirkja

Jólatónar kl. 22:00-23:00. Organisti og gestir koma fram. Hægt að koma og fara að vild.

 

24. desember

Djúpavogskirkja

Aftansöngur kl. 17:00. Messað verður tvisvar á aðfangadag haldist samkomutakmarkanir óbreyttar.

 

Eiðakirkja

Jólanæturguðsþjónusta kl. 23:00. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Eiðakirkju. Einsöngur Heiður Ósk Helgadóttir.

 

Egilsstaðakirkja

Jólastund barnanna kl. 14:00. Sr. Þorgeir Arason, Torvald Gjerde og leiðtogar sunnudagaskólans, ásamt leynigesti ofan af fjöllum.

 

Aftansöngur kl. 18:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti: Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.

 

Jólanæturguðsþjónusta kl. 23:00. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir og sr. Vigfús I. Ingvarsson. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju. Einsöngur.

 

Eskifjarðarkirkja

Aftansöngur kl. 23:00. Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson þjónar. Kirkjukór Eskifjarðarkirkju syngur hátíðarsöng undir stjórn Tryggva Hermannssonar.

 

Fáskrúðsfjarðarkirkja

Aftansöngur kl. 18:00

 

Heydalakirkja

Aftansöngur kl. 16:00

 

Norðfjarðarkirkja

Aftansöngur kl. 18:00. Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson þjónar. Kór Norðfjarðarkirkju syngur hátíðarsöng undir stjórn Noémi Alföldi.

 

Reyðarfjarðarkirkja

Hátíðarmessa kl 18.00. Sr. Erla Björk Jónsdóttir þjónar. Kór Reyðarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Tryggva Hermannssonar.

 

Seyðisfjarðarkirkja

Aftansöngur kl. 18:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju. Blástursleikarar Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer

 

Stöðvarfjarðarkirkja

Miðnæturmessa kl. 23:00

 

Vopnafjarðarkirkja

Aftansöngur kl. 17:00.

 

 

25. desember

Áskirkja í Fellum

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Dagur Fannar Magnússon. Organisti: Drífa Sigurðardóttir. Kór Áskirkju.

 

Djúpivogur

Kaþólsk messa kl. 18:00

 

Hofskirkja, Vopnafirði

Hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00

 

Kirkjubæjarkirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna. Einsöngur Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar.

 

Seyðisfjarðarkirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Organisti: Rusa Petriashvili. Kór Seyðisfjarðarkirkju. Einsöngur Guðrún Adela Salberg Danjálsdóttir

 

Skeggjastaðakirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 16:00

 

Sundabúð hjúkrunarheimili, Vopnafirði

Hátíðarhelgistund kl. 11:00

 

Valþjófsstaðarkirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 15:30. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir. Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Valþjófsstaðarkirkju. Einsöngur Einar Sveinn Friðriksson.

 

Þingmúlakirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Erla Björk Jónsdóttir. Organisti: Torvald Gjerde. Kór Vallaness og Þingmúla.

 

26. desember

Breiðablik, Neskaupstað

Hátíðarstund kl. 14:00. Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson leiðir stundina. Kórinn syngur undir stjórn Júlíusar Óla Jacobsen.

 

Egilsstaðakirkja

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir. Organisti Torvald Gjerde. Barnakór Egilsstaðakirkju.

 

Hjaltastaðarkirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir og söngfuglar leiða tónlist.

 

Hofskirkja, Álftafirði

Hátíðarmessa kl. 14:00.

 

Norðfjörður

Kaþólsk messa kl. 17:00

 

Vopnafjörður

Kaþólsk messa kl. 18.00

 

31. desember

Egilsstaðakirkja

Aftansöngur kl. 18:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti: Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju.

 

 

1. janúar

Bakkagerðiskirkja

Hátíðarmessa kl. 14:00. Sr. Þorgeir Arason. Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson. Bakkasystur syngja. Einsöngur: Tinna Jóhanna Magnusson.

 

Vopnafjarðarkirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00.

 

2. janúar

Egilsstaðakirkja

Jólatónleikar kl. 17:00.  Kirkjukór, barnakór, Kammerkór Egilsstaðakirkju og Kór Vallaness og

Þingmúla syngja. Einsöngur og hljóðfæraleikur. Stjórnandi: Torvald Gjerde. Aðgangur ókeypis.