Barnastarf: Allt barnastarf í prófastsdæminu leggst af fram yfir 15. apríl.

Almennt helgihald: Allt almennt helgihald í prófastsdæminu færist á netið. Ekkert opið helgihald verður á meðan takmarkanir eru í gildi.

Fermingar: Fermingarathöfnum verður frestað til vorsins eða þær verða lokaðar og haldnar í samráði við prest, fermingarbörn og forráðamenn þeirra.

Sálgæslustarf kirkjunnar fer ennþá fram og hægt er að finna upplýsingar um hvernig hægt sé að ná í presta Egilsstaðaprestakalls, Hofsprestakalls og Austfjarðaprestakalls. með því að ýta á hlekkinn.

 

 

Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni í krafti heilags anda.
Róm 15:13