Breyttir tímar kalla á breyttar venjur.
Núna er í gildi 10 manna samkomu bann og hefðbundið safnaðarstarf hefur fallið niður. Þetta kallar á útsjónarsemi og hugmyndaflug að halda starfinu gangandi án þess að hittast.
Seinasta þriðjudag var sameiginlegur æskulýðsfundur í prófastdæminu á vegum ÆSKA, þar hittust krakkar af öllu austurlandi á zoom og áttu samfélag saman. Farið var í nokkra leiki og Sr. Þuríður Björg var með helgistund í lokinn.
Fundurinn gekk vel, en auðvitað erum við öll að læra inn á nýja tíma, tækni og samfélag og haldið verður áfram að þróa starf fyrir 8 – 10 bekk á netinu.
Næsti hittingur verður þriðjudaginn 10. nóvember, þá ætlum við aftur að hittast á Zoom og spila hinn vinsæla leik among us.
Ef að áhugi er að taka þátt þá endilega hafið samband við ykkar presta til að fá upplýsingar um hlekk.