Afmælishátíð Kirkjumiðstöðvar Austrulands við Eiðavatn.
21. ágúst 2022
11.00 – 14.00

Í tilefni af 30 ára afmæli Kirkjumiðstöðvar Austurlands verður blásið til veisluhalda sunnudaginn 21. ágúst 2022. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og hefst hún á Helgistund þar sem sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum prédikar.
Í boði verða grillaðar pylsur og afmæliskaka.
Sumarbúðafjörið verður á sínum stað og í boði verður að fara í leiki á fótboltavellinum og sigla á bátum á vatninu.
Við söfnum fyrir bættri aðstöðu húsnæðis og útisvæðis.
Þau sem vilja styðja við þær endurbætur vinsamlegast leggið inn á reikning: 0166-05-61616, kt. 441185-0659