Námskeiðið MARKÚS er nýhafið á mánudagskvöldum kl. 18:30-20:30 í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju.  8 skipta námskeið ætlað þeim sem vilja velta fyrir sér stóru spurningum lífsins frá sjónarhóli kristinnar trúar. Við kynnumst lífi, boðskap og verki Jesú Krists út frá frásögn Markúsarguðspjalls í Biblíunni. Kvöldverður, myndband, fræðsla, umræður í hópum. Sjá nánar:https://egilsstadaprestakall.com/2023/10/04/markus-namskeid-i-safnadarheimili/