Egilsstaðakirkja

Sunnudagurinn 15. október:

Æskulýðsmessa kl. 10:30. Messan markar lok Landsmóts Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar á Egilsstöðum um helgina en er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Sunnudagaskólinn fer í heimsókn í Kirkjuselið í Fellabæ þennan dag og hefst þar kl. 10:30.

Fáskrúðsfjarðarkirkja.  Sunnudagaskóli alla sunnudaga í safnaðarheimilinu kl.11.

Stöðvarfjarðarkirkja: Sunnudagur 15. október Bleik messa í kirkjunni kl.13.  Sýnum samstöðu, mætum bleik, fullorðin og börn. Tónlist, söngur, vitnisburður og sérstök stund fyrir börnin.  Bleikt þema í veitingum í safnaðarheimilinu.  Söfnunarbaukur fyrir Krabbameinsfélag Austfjarða verður á staðnum.  Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir leiðir stundina.  Hvetjum til góðrar þátttöku.

Seyðisfjarðarkirkja: Sunnudagur 15. október

Sunnudagaskóli kl 11. Umsjón Ísold Gná og fermingarbörn.

Kvöldmessa kl 20.00. Organisti er Hlín Pétursdóttir Behrens og kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir söng. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir þjónar.

 

Eskifjarðarkirkja 15. Október:

Sunnudagaskólinn kl. 11:00

Bleik messa kl. 20:00

Sr. Bryndís Böðvarsdóttir þjónar og kór Eskifjarðarkirkju syngur undir kórstjórn Kaido Tani.