Sunnudaginn 8. október verður orgelkrakkahátíð í Seyðisfjarðarkirkju. 

DAGSKRÁ
Kl. 11:00: Sýning á tónlistarævintýrinu Lítil saga úr orgelhúsi sem fjallar um orgelpípurnar sem búa í orgelhúsinu. Sýningin hentar einkum yngri börnum.
Kl. 12 og 13
Orgelkrakkavinnusmiðja í kirkju.
Smiðjan hentar stórum og smáum hvort sem þau kunna á hljóðfæri eða ekki.
Skráning í smiðjur fer fram að loknum orgeltónleikunum.

Ókeypis er á orgelhátíðina og allir eru velkomnir, stórir sem smáir.