Seyðisfjarðarkirkja

Sunnudaginn 7. maí er messa kl 11. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir söng. Organisti er Rusa Petriashvili og prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Fermd verður María Guðný Arnardóttir Olsen

Vorhátíð barnastarfs Egilsstaðakirkju og Ássóknar í Fellum

Sunnudaginn 7. maí nk. í Kirkjumiðstöð Austurlands við Eiðavatn.

Þetta er vorhátíð fyrir þau sem tekið hafa þátt

í sunnudagaskólanum, Stjörnustund og TTT í vetur.

Lagt verður af stað í rútu frá Egilsstaðakirkju kl. 10:00.

Helgistund byrjar kl. 10:30.

Eftir hana verður boðið upp á pylsur, leiki, föndur og létt gaman.

Heimkoma við Egilsstaðakirkju kl. 13:00.

Skráning í rútu fer fram á egilsstadakirkja@gmail.com til 4. maí