Næstkomandi sunnudag, 16. apríl, verður héraðsfundur Austurlandsprófastsdæmis í Kirkjumiðstöð Austurlands við Eiðavatn kl. 11-17.  Á dagskrá eru hefðbundin störf héraðsfundar. Boðið upp á hádegismat og kaffi, tilkynna ber  þátttöku fyrir 11.apríl nk. á netfangið gunga83@gmail.com

 

Eskifjarðarkirkja:

Laugardagur 15. apríl kl. 11:00.
Styrktartónleikar barnakóra í Fjarðabyggð til styrktar hjálparstarfs kirkjunnar í Eskifjarðarkirkju. Miðaverð 1.500 krónur. Allur ágóði rennur beint til hjálparstarfs kirkjunnar. Fram koma: Barnakórar úr Fjarðabyggð, nemendur úr tónlistarskólum í Fjarðabyggð ásamt tónlistafólki. Kórstjóri er Kaido Tani.
Egilsstaðakirkja
Sunnudagurinn 16. apríl:
Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili kl. 10:30.
Kvöldmessa í kirkjunni kl. 20:00. Sr. Þorgeir Arason þjónar. Organisti Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju. Færeyskur biblíuskólahópur tekur virkan þátt í messunni í tónum og töluðu máli.