Æskulýðsdagur Egilsstaðakirkju 19. mars
Kósý-sunnudagaskóli kl 10.30 í safnaðarheimilinu. Bangsar og tuskudýr sérstaklega velkomin með eigendum sínum. Líka náttföt og inniskór.
Flæðimessa fermingarbarna kl 20. Fermingarbörn af öllu Héraði syngja og þjóna. Mikil tónlist, virkni og gleði.
Seyðisfjarðarkirkja:
Sunnudaginn 19. mars
Taize – messa kl 11. Kór Seyðisfjarðarkirkju og organisti Rusa Petriashvili.
Kaffi í kirkju eftir messu.
Hofsprestakall:
Kjötsúpumessa í Hofskirkju
Sunnudaginn 19. mars
Kór Vopnafjarðar- og Hofskirkju syngur undir stjórn Stephen Yates.
Kvenfélagið Lindin býður í kjötsúpu í Staðarholti á eftir.
Allir velkomnir.