EGILSSTAÐAKIRKJA:

Sunnudagaskólinn byrjar vetrarstarf sitt kl. 10:30!

Mikill söngur og hreyfingar, brúður og góður boðskapur. Hressing og litamynd í lokin. Börn á öllum aldri velkomin! Umsjón: Þorgeir, Elísa, Ragnheiður, Guðný og Sándor við píanóið.

 

Messa á Ormsteiti kl. 14:00

Nýr organisti kirkjunnar, Sándor Kerekes, verður settur inn í starf sitt við þetta tilefni og því mikið um fallega tónlist í messunni. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Prestur Þorgeir Arason. Kaffi eftir messu.

Messa á hjúkrunarheimilinu Dyngju kl. 15:20.