Innsetningarmessa í Norðfjarðarkirkju

 

Sunnudaginn 4. september klukkan 14:00 mun séra Sigríður Rún Tryggvadóttir setja séra Bryndísi Böðvarsdóttur í embætti prests í Austfjarðaprestakalli. Að lokinni athöfn verða kaffiveitingar í safnaðarheimili Norðfjarðarkirkju í boði sóknarnefndar

 

 

 

 

 

Kvöldmessa í Egilstaðakirkju-fermingarbörn

Sunnudaginn 4. september verður kvöldmessa klukkan 20:00 í Egilsstaðakirkju. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir predikar og mun sr. Þorgeir Arason þjóna fyrir altari.
Organisti er Sándor Kerekes og munu félagar úr Kór Egilsstaðakirkju leiða sönginn.

Kynningarfundur fyrir væntanleg fermingarbörn á Héraði og forráðamenn þeirra eftir messu.

Skráning vegna ferminga 2023 – smellið hér!