Egilsstaðakirkja

Sunnudagurinn 6. mars – Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 10:30

„Fimm ára messa“ – Börn fædd 2017 heiðurgestir og fá bókagjöf!

Bella fræðslufulltrúi og Dóra Sólrún djákni leiða stundina ásamt sunnudagaskólateyminu.

Barnakór Egilsstaðakirkju syngur undir stjórn Torvalds Gjerde organista.

Mýsla og Rebbi láta sig ekki vanta – Hressing og litastund í lokin.

Verið velkomin!

 

Kirkjuselið í Fellabæ

Alþjóðlegur bænadagur kvenna. Á fyrsta föstudegi í mars er alþjóðlegur bænadagur kvenna haldinn víða um heim. Við verðum með helgistund í Kirkjuselinu í Fellabæ föstudaginn 4. mars kl 17.

Verið velkomin systur og bræður.

 

 

Reyðarfjarðarkirkja sunnudagur 6. mars kl.11.

Fjölskyldustund og sunnudagaskóli. Biðjum fyrir Úkraínu, ávextir, kaffi og samfélag eftir stundina.

 

Norðfjarðarkirkja

Sunnudagur: Messa kl. 11:00. Sr. Benjamín þjónar fyrir altari. Kór Norðfjarðarkirkju syngur undir stjórn Júlíusar Óla. Gengið verður til altaris og beðið fyrir Úkraínu. Allir hjartanlega velkomnir.