Norðfjarðarkirkja:

Laugardagur: Fjölskyldustund kl 10:00-11:30

Sunnudagur: Messa kl. 11:00

 

Stöðvarfjarðarkirkja:

Sunnudagur: Æðruleysismessa kl. 17:00

 

Vallaneskirkja

Sunnudaginn 31. október kl. 20:00:

Ljósastund í tengslum við Daga myrkurs á Austurlandi.

Allra heilagra messa – Við minnumst látinna ástvina og tendrum ljós í þakkargjörð, bæn og minningu. Prestur Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Vallaness og Þingmúla syngur. Kaffisopi í lokin – Verið velkomin!

 

Egilsstaðakirkja

Sunnudagaskólinn á sínum stað í kirkjunni 31. okt. kl. 10.30.

Jól í skókassa: Móttaka skókassa verður í Safnaðarheimilinu laugardaginn 30. okt. milli 10.00-14.00. Sjá nánar um verkefnið: skokassar.net

TTT – Matreiðsluhópur fyrir krakka í 5.-7. bekk  hittist í Safnaðarheimili þriðjudaga í nóvember (fimm skipti) kl. 15.50-17.30. Á hverjum fundi bökum við eða eldum eitthvað gott, höfum helgistund, syngjum og förum í leiki. Umsjón hafa sr. Þorgeir, sr. Sigríður Rún og ungleiðtogar. Þátttökugjald: 2.000 kr. – Byrjum 2. nóv.

Ath. Takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að svo nauðsynlegt er að skrá börnin: egilsstadakirkja@gmail.com (nafn, aldur, nafn og sími foreldris)

 

Djúpavogskirkja

Allra heilagra messa sunnudaginn 31. október kl. 18.

 

Seyðisfjarðarkirkja 

Sunnudagurinn 31. október kl 11.00 sunnudagskóli.

Biblíusagan um örkina hans Nóa.

Það má mæta í búningum og bangsar eru velkomnir.

 

Allra heilagra messa kl 20.00.

Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.

Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng.

Kórstjóri og organisti er Rusa Petriashvili.

Fermingarbörn þjóna í stundinni.

Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson.

Verið velkomin