Verið öll velkomin í Andlega vegferð, hér er stefnt að því að virkja líkama, sál og anda til vaxtar sem manneskja í heild sinni. Í göngunum verða örhugleiðingum og sjálfskoðandi spurningum varpað fram.
Hver ganga verður auglýst sérstaklega með frekari upplýsingum.
Pílagrímagöngur hafa verið hluti af Kristinni arfleið frá upphafi. Við göngum með tvöföldum ásettningi, annars vegar að líta inn á við og vinna með okkur sjálf og hinsvegar að ganga náttúrunni til góðs. Með því að taka þátt í þessum göngum erum við að taka þátt í verkefni á landsvísu sem kallast loftslagspílagrímar.

Eftir hverja göngu er samanlagður kílómetrafjöldi skráður inn og leggjum því að mörkum til samanlagðra kílómetra sem samsvara fjölda kílómetra milli Hóla í Hjaltadal og til ráðstefnuhallarinnar í Glasgow þar sem loftslagsráðstefna fer fram í Oktober. Frekari upplýsingar má sjá inn á

https://www.facebook.com/loftslagspilagrimar

og http://www.loftslagspilagrimar.org/